Enter your Martak username.
Enter the password that accompanies your username.

Meira um Martak

Upphafið að Martak ehf. var i Rækjuvélaþjónusta Ómars sem Ómar Ásgeirsson stofnaði árið 1990 og hóf framleiðslu á völsum í rækjupillunarvélar. Fljótlega bættist við smíði rækjupillunarvéla og þar á eftir smíði búnaðar fyrir matvælaiðnaðinn þó einkum fyrir rækjuvinnslustöðvar landsins. Árið 1995 var fyrirtækinu breytt í einkahlutafélagið Martak. Fjótlega var farið að huga að markaðsetningu fyrirtækisins á erlendan markað og árið 1996 hóf fyritækið útflutning á búnaði til rækjuvinnslu til Kanada.

Það var svo árið 2000 sem fyrirtækið Marstál sameinaðist Martak, en Marstál var brautriðjandi í smíði rækjuskelblásara á Íslandi og góð viðbót við vöruflóru Martaks. Árið 2000 var Martak Canada LTD stofnað. Í upphafi einungis sem þjónustustöð fyrir viðskiptavini Martaks í Kanada. Hjá Martak Canada starfa um 8 starfmenn að jafnaði í 2500 fermetra húsnæði sem sinna sölu og þjónustu fyrir kanadískan og amerískan markað.

Frá upphafi hefur kjarnastarfsemi fyrirtækisins verið að þjónusta og smíða vélbúnað fyrir rækjuiðnað, framleiðsla á rækjuvölsum og varahlutum fyrir allar gerðir rækjupillunarvéla (amerískar, íslenskar og norskar) og tengdra véla sem notaðar eru í rækjuiðnaði.

Við kappkostum að eiga ávallt á lager alla varahlutir fyrir rækjupillunarvélarnar og nota einungis úrvals hráefni í gúmmívalsa sína sem skilar hámarks afköstum, nýtingu og endingu. Frá árinu 2002 hóf fyrirtækið að þróa lausnir fyrir matvælaiðnaðinn almennt og hefur fyrirtækið meðal annars þróað lausnir fyrir rækju-, bolfisk-, kjúklinga, kjöt og humarvinnslur.

Martak ehf. leggur mikla áherslu á að styrkja innlenda sem erlenda markaðsstöðu sína og bíður því upp á úrval af lausnum fyrir matvælaiðnaðinn bæði stöðluðum og sérhæfðum. Hjá Martak starfa hönnuðir, tæknimenn og ráðgjafar með áratuga reynslu í að hanna og útfæra lausnir fyrir matvælaiðnaðinn. Fyrirtækið býður upp á hönnun og teikningar fyrir nútíma verksmiðjur þar sem hagkvæmni, afköst og nýting er höfð að leiðarljósi.