Enter your Martak username.
Enter the password that accompanies your username.

UM MARTAK

Megináhersla Martak er tækjabúnaður fyrir sjávarútveginn.  Áherslan var í upphafi þjónusta við rækjuiðnaðinn en í dag býður Martak einnig upp á mjög fjölbreytt úrval af búnaði og lausnum fyrir fisk-, lifrar- og hrognavinnslur sem hafa líkað mjög vel.  Martak rekur stálsmiðju og renniverkstæði í Grindavík og er vel tækjum búið til að taka að sér ýmis smíða- og þjónustuverkefni fyrir aðra en sjávarútvegsfyrirtæki.

Martak vinnur náið með viðskiptavinum sínum að sérsniðnum lausnum.  Hjá Martak er mikil reynsla við hönnun og uppsetningu vinnslulína og að aðlaga okkar lausnir við þann búnað sem fyrir er.  Fyrirtækið býður upp á hönnun og teikningar fyrir nútíma verksmiðjur þar sem hagkvæmni, afköst og nýting er höfð að leiðarljósi.

Fyrirtækið leggur mikinn metnað í stöðugar umbætur á búnaði.  Með þróun og nýsköpun að leiðarljósi hefur Martak orðið leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.

Systurfyrirtæki okkar, Martak Canada Ltd, starfar á Nýfundnalandi og sérhæfir sig í keflaþjónustu fyrir rækjuvinnslur um allan heim og þjónustar fyrirtæki í sjávarútvegi á austurströnd Kanada með ýmsan búnað.