Enter your Martak username.
Enter the password that accompanies your username.

This project has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No [827521]

 

Um Martak

Martak ehf. er í hópi öflugustu útflutningsfyrirtækja Íslands og í fararbroddi í þróun og framleiðslu á lausnum og búnaði til vinnslu rækju afurða. Hjá Martak starfa að jafnaði um 20 manns á Íslandi. Fyrirtækið er með tvær starfsstöðvar, vöruþróun, framleiðsla, sala og þjónusta á Íslandi og þjónusta og sala í Kanada, auk umboðsmanna og dreifingaraðila í Bandaríkjunum og víðs vegar um Evrópu.

Hjá Martak finnur þú allt sem þú þarft á einum stað. Vöruframboð fyrirtækisins spannar allt framleiðsluferlið, frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendapakkningar, Martak býður upp á mikið úrval stakra tækja, heildarlausna og hugbúnaðar, þá bíður fyrirtækið upp á klæðskera saumaðar lausnir, sérsniðnar að þörfum viðskiptavinarins. Martak framleiðir meðal annars vogir, innmötunarkerfi, pillunnarvélar, skelblásara, pökkunarlínur, ílagnakerfi, blöndunarstöðvar og pækil- frysti og kælikerfi svo eitthvað sé nefnt.

Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Martak þróast úr sprotafyrirtæki í leiðandi fyrirtæki á sínu sviði. Fyrirtækið leggur mikinn metnað í vöru og þróunarstarf á ári hverju og vinnur ávallt að því að finna hentugar lausnir fyrir viðskiptavini þess.

Martak leggur áherslu á þarfir viðskiptavinarins og bíður uppá sérsniðnar sem staðlaðar lausnir, allt eftir þörfum viðskiptavinarins. Martak býður upp á búnað og lausnir innan rækjuiðnaðarins, fiskvinnslu, lifrarvinnslu, hrognavinnslu og margt fleira.

Martak hefur áratugalanga reynslu innan rækjuiðnaðarins og bíður uppá sérhæfða þjónustu við fyrirtæki í rækjuvinnslu með framleiðslu ýmiskonar véla og búnaðar fyrir rækjuiðnaðinn, bæði staðlaðar og sérsmíðaðar, allt eftir þörfum hvers og eins.

Martak býður uppá allflestar vélar sem þarf við hefðbundna rækjuvinnslu. Einnig býður Martak upp á yfirlitsteikningar fyrir nútíma rækjuverksmiðjur þar sem hagkvæmni, afköst og nýting fyrir rækjuframleiðandann er höfð að leiðarljósi. Martak hefur hannað, teiknað og sett upp nokkrar af stærstu rækjuverksmiðjum á Íslandi, Nýfundnalandi og Kanada.

Martak framleiðir valsa og varahluti fyrir allar tegundir rækjupillunarvéla sem notaðar eru við rækjuvinnslu (amerískar, íslenskar og norskar). Við kappkostum að eiga ávallt á lager alla varahluti fyrir rækjupillunarvélarnar, þar með talið rækjuvalsa. Martak hefur kosið að nota einungis úrvals hráefni í gúmmívalsa sína sem skilar sér í hámarks afköstum, nýtingu og endingu. Langflestir viðskiptavinir okkar kjósa að hafa þjónustusamning við pillunarvélar sínar, en þeir byggja á því að rækjuvölsum og öðrum slitflötum pillunarvélanna er skipt út með reglubundnum hætti. Þannig er ávallt tryggt að vélarnar skili hámarks nýtingu og afköstum. Með þessum hætti þjónustar Martak flestar íslenskar rækjuverksmiðjur ásamt því að hafa verulega markaðshlutdeild á Nýfundnalandi og víðar í Kanada.